Nýja árið.

Jæja, þá!Aftur þurfti ég hjálp til að komast inn á þessa blessaða bloggsíðu! En nú held ég að ég geti ekki gleymt þessu aftur! Eins og ég reyndar held alltaf.Jól og áramót liðu með sóma, hér var fullt af fólki um jólin! Fimmtán, þegar mest var. Yndislegt að hafa þau öll hérna, en saknaði þeirra, sem ekki komust. Áramótin voru rólegri, við bara tvö, gömlu hjónin, og höfðum það bara notalegt. Kíktum aðeins út um glugga á raketturnar hjá nágrönnunum, en aldurinn er farinn að segja til sín þar, eins og annars staðar. Ekki alveg eins spennandi lengur. Svo lifnaði nú heldur yfir okkur á föstudag, þá birtist Maja okkar með Halla sinn og dæturnar tvær, og langömmustrákana mína þrjá! Það var yndislegt að fá að sjá þau öll, vantaði bara tengdasynina og svo auðvitað Kristófer prins, og Ingunni hans. Þau stoppuðu þónokkra stund, og nú eru Halli og Maja komin aftur vestur. Þá vantaði mig bara Badda fjölskyldu og Samúel og hans dönsku kærustu, en þau voru í Danmörku um jólin. En við sjáumst nú vonandi á nýja árinu. Og nú er allt að fara í sama farið aftur, virkir dagar taka við og maður hlýjar sér á góðum minningum. Ég er þó ekkert farin að tína niður jólaskrautið ennþá, þrettándinn er ekki fyrr en á morgun!! En þetta fer nú að verða nóg, best að fara að prjóna aftur - ég ætti kannski að segja ykkur frá áramóta-  nei ekki heiti, en áramóta-áætluninni minni. Ég ákvað semsé að prjóna eina lopapeysu á viku allt þetta ár!!! Þið skuLuð bara venja ykkur við að sjá mig með prjóna hvar og hvenær sem er!! Er að spá í Þorrablótið.... En nei, kannski ekki! Bless í bili, Prjónakerlingin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir síðast elsku mamma! Ég var svo glöð að geta aðeins skroppið og knúsað ykkur! Flott blogg og gaman að lesa.... nú fer ég að herða mig í mínu....!! :*

Maja (IP-tala skráð) 5.1.2015 kl. 21:43

2 identicon

Takk fyrir þetta mamma mín. Mikið er gaman að Maja skyldi geta kíkt til þín með sitt lið. Henríetta og vinafólk hennar ætla að koma til landsins seint í þessum mánuði og mér heyrðist á Samúel að hann ætlaði að koma með þau austur og e.t.v. fá að gista hjá þér eina nótt á leiðinni.

Gulla (IP-tala skráð) 5.1.2015 kl. 23:12

3 identicon

Jeiii hlakka til að lesa bloggin þín elsku mamma <3 Skemmtilegt markmið. Þú verður örugglega komin með "ógeð" á lopapeysum eftir árið.

Ella Rós (IP-tala skráð) 11.1.2015 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband