Prjónafréttir

Nú er langt liðið frá síðasta bloggi! Hver má líka vera að því að skrifa eitthvað bull, þegar svona háalvarlegt mál er á dagskrá! Já, ég er að tala um LOPAPEYSUR! Ég veit að allir halda að ég sé að skrökva, þegar ég segi að ég sé að ljúka við FIMMTU peysuna, frá áramótum. Og ekki alveg liðnar ÞRJÁR vikur. Þetta er að fara úr böndunum hjá mér! Ég ætlaði ekki að byrja á fimmtu peysunni, fyrr en á sunnudag, en sat svo auðum höndum á laugardagskvöld, og vissi ekki hvað ég átti að gera við hendurnar á mér. Þá var ekki annað að gera, en fitja upp á ný, og nú er sú peysa að klárast, og ekki komið nema þriðjudagskvöld! 

En Úlfar minn er allavega kominn í nýja, flotta peysu, og önnur bíður tilbúin handa Jóa, tengdasyni, og svo er Svanur búinn að panta eina!  Ekki veit ég hvað verður um hinar, en ætli ég reyni ekki að selja sumar, en gefa aðrar. En maður hugsar ýmislegt, þegar maður er að prjóna heilu dagana. Ekki allt gáfulegt, en ég hef oft leitt hugann að því, hvað ég er mikil forréttindamanneskja, að geta setið inni í góðu, hlýju húsi, hafa nógan mat og allt, sem ég þarf. Að eiga góðan mann, sem umber alla mína galla, (oftast) yndisleg börn, barnabörn og langömmubörn. Og þó ég finni til með fólki, sem þarf að búa við stríð, hungur og ofbeldi, og mundi sannarlega hjálpa, ef ég gæti, þá þakka ég almættinu fyrir allt mitt líf. Eigingirnin lætur ekki að sér hæða. En nú ætla ég að fara að sofa, í mínu mjúka rúmi, hjá elsku karlinum mínum, sem er farinn að hrjóta fyrir löngu. Endilega skrifið athugasemdir, mér finnst svo gaman að lesa þær. ;) Góða nótt, Prjónakerlan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa amma mín. Já það er margt sem maður má vera þakklátur fyrir :) Svakalega ertu dugleg í prjónaskapnum!

Día (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 07:43

2 identicon

Þegar ég les þetta yfir, finnst mér vanta eina kommu í textann. Hún ætti að vera á eftir sviganum, (oftast). Eins og þetta er, gæti það skilist sem svo, að börnin mín væru OFTAST yndisleg! Þau eru það ALLTAF! Oftast átti við gallana, sem hann Úlfar umber oftast, stundum hristir hann hausinn yfir vitleysunni í mér! :)

Rósa (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 14:48

3 identicon

Takk elsku mamma! Ertu alveg orðin galin í prjónaskap?? Ég á ekki til orð! Þú ert kannski að vinna þér inn frídaga svona þegar líður á árið..... peysurnar 52 verða búnar á ágúst með þessu áframhaldi! :D Alltaf gaman að lesa og svo mikið satt hjá þér með lífsgæðin hjá okkur..... Knús mæ dír <3

Maja (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 17:05

4 identicon

kiss Yndislegt að lesa <3 með kommu eða án <3

Ella Rós (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 19:59

5 identicon

Rosalegur dugnaður er þetta, ég væri örugglega allt árið með eina peysu :) Veit hvert ég sný mér ef mig langar í peysu Rósa mín :)

Sigurbjörg Borgþórsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband