Að fá óskir sínar uppfylltar

Já það er nú svona með óskir! Þær uppfyllast, eða uppfyllast ekki. En þegar þær gera það, þá er líka gaman að lifa. Ein ósk, sem hafði blundað í mér lengi, - já, í nokkur ár,- uppfylltist í gær. Mig var búið að dreyma um að fá gesti á bókakaffið okkar, sem ég skrifaði um síðast, og nú hafðist það. Gestirnir voru hann Svanur minn, tónlistarsnillingur, sem semur lög og syngur, spilar á allskonar hljóðfæri og semur jafnvel textana, eða ljóðin ef því er að skipta, og með honum kom hún Rósa Diljá, dóttir Ellu minnar, sem syngur svo vel og hefur vakið athygli fyrir það, þar sem hún hefur komið fram. Nú síðast í þættinum Ísland got talent, á Stöð 2. Reyndar komst hún ekki alla leið, en fékk mikið hrós frá dómurum þáttarins. Hún er 15 ára og á eflaust eftir að láta í sér heyra í framtíðinni. Þau komu sem sagt á Bókakaffið og sungu fyrir gesti, sem voru rúmlega 30. Tóku eitthvað um 10 lög, bæði íslensk og erlend, og ég veit, að minnsta kosti sumir gestirnir fóru út úr salnum með gæsahúð af hrifningu. Einn gesturinn sagði Svani, að þetta hefði alveg bjargað páskunum fyrir sig. Ég var svo glöð, tók allt upp á ipad-inn minn, en gleðin dofnaði smá, þegar ég komst að þvi, að ég hafði tekið allt upp á stillingu, sem heitir Time laps, og sýnir hálftímann á einni sekúndu, þegar maður spilar það. Svona er að vera ekki tæknisinnaðri en þetta, og athuga ekki hvað maður gerir. En ég á eftir að heyra oftar í þeim og þá klikkar þetta ekki!!! En dagurinn var yndislegur, og ég var svo stolt af þeim! Þau kölluðu sig Barn-ogbarnabarnabandið! Það gefur nú möguleika á að fleiri barnabörn bætist við í hópinn og kannski fleiri af systkinunum líka. Höldum tónleika fyrir fjölskyldu og vini í Reykjavík sem fyrst, og þá mæta ALLIR! 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Frábært! Það hefði nðú verið gaman að sjá þetta snilldarcombó! Tónleika í bænum? Já það væri nú skemmtilegt! :D :D 

Maja (IP-tala skráð) 1.4.2015 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband