Prjónaárið

Prjónaárið mikla er hafið!!! Byrjaði á því að klára peysu, en bolur og ermar höfðu legið hjá mér í nokkur ár. Þar fóru fyrstu þrír dagarnir. Svo byrjaði ég að fitja upp og komst nokkuð áfram með þessa fyrstu, en átti ekki nógan lopa til að klára. Þá byrjaði ég á annari, en sá fram á sama vandamál. Þá var ekki abnnað að gera, en hringja í Álafoss, og viti menn, 20 kg af lopa voru komin í hús eftir tvo daga, án þess að ég hefði þurft að fara út úr húsi!! Þið sjáið að ég tek þetta af fullri alvöru! Ég hef verið spurð, hvort ég ætli að fara að græða peninga, en mér finnst, eins og svo oft áður, peningar séu aldrei aðalatriði. Þetta er meira spurning um að ögra sjálfri mér. -- Nú eru liðnir nokkrir dagar síðan ég byrjaði á þessari færslu, fyrsta vikan að verða búin, og ég búin með tvær peysur. Ég talaði um að ögra sjálfri mér, kannski væri betra að tala um að setja sér markmið, og sjá svo til, hvort manni tekst það! Ég er sem sagt að prófa, hvað ég get verið staðföst, hvort ég get haldið þessu í heilt ár. Auðvitað fetur ýmislegt komið upp á, veikindi, ferðalög, já, allt mögulegt. En Að sakar ekki að reyna, ég þarf hvort sem er alltaf að hafa einhverja handavinnu, og því þá ekki þetta. Hvort ég sel eða gef er svo annað mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Ég sé að hér eru ýmsar ásláttarvillur, en ekkert við því að gera. Bið bara afsökunar, og reyni að gera betur næst! Ég er líka búin að finna mína áskorun fyrir næsta ár. Þá ætla ég að mála eina mynd á viku, eða kannskineina á mánuði! Hvernig líst ykkur á það, krakkar mínir? Er nokkuð veggpláss laust?

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.1.2015 kl. 17:11

2 identicon

Ekki spyr ég að! Nú fer maður að skammast sín til að fara að gera eitthvað... eða a.m.k. klára það sem er á prjónum! Og - smá tillaga: Selja þessar sem þú prjónar á þessu ári!!! Alveg kominn tími til að þú fáir eitthvað fyrir vinnuna þína! :) Gaman að lesa! :*

Maja (IP-tala skráð) 10.1.2015 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband