Snjór, snjór, snjór!

Hvenær í ósköpunum ætlar þessi vetur að taka enda? Ég er bara alveg búin að fá nóg! Þegar ég vaknaði í morgun, var komin jólasnjór, 10 cm djúpur amk, og það er kominn mars! Sem betur fer á hann ekki að vera lengi, en er á meðan er, og ég er hætt að hafa gaman af þessu. Já, allir mínir vinir, ég er búin að fá tölvuna mína í netsamband!!! Þökk sé henni Öllu, nágrannakonu minni! Tölvan kom úr uppfærslu um áramótin, en neitaði að tengjast netinu. Ég reyndi allt, en ekkert gekk. Svo fór ég með hana til Hornafjarðar, og þar voru engin vandamál. Þá loksins datt mér í hug, að biðja Öllu að líta á þetta, og það gekk! Hún segist reyndar ekki vita hvað hún hafi gert, sem kom vitinu fyrir tölvuskömmina, en ég er bara ánægð að hafa fengið hana aftur. I-paddinn er að vísu góður, og bjargaði mér heilmikið, en getur ekki allt. Svo var líka komið mikið af nýju í fartölvuna, svo ég var svolítið pirruð að geta ekki prófað það. En nú er allt gott, og ég prjóna og prjóna, og tek svo tölvupásur á milli! Bless í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ,en gott! Hér sit ég með spjaldtölvuna og bíð eftir póstinum í þeirri veiku von að stóra tölvan mín sé með honum. Hún er búin að vera í viðgerð í rúman mánuð.....allt bókhaldið er í henni og vsk-skilin eru í dag!!!! Arg! En knús á þig móðir kær!

maja (IP-tala skráð) 2.3.2015 kl. 13:49

2 identicon

Já hvað ég er sammála þér með snjóinn. Jólahvað...orðið gott af jólasnjó ;) Í dag er 7. mars og enn snjóar :D hehe

Ella Rós (IP-tala skráð) 7.3.2015 kl. 23:28

3 identicon

Ohh gat ekki skrifað undir færsluna á undan :( Svo gaman að lesa um sönginn hennar Sigrúnar :) Mikið vona ég að við fáum að heyra í henni fljótlega. Svo mikl yndi öll þessi börn <3 Dugnaðar prjónamamma mín ég næði þessu ekki þó ég sæti við alla daga úff þú átt skilið að fá góða pásu ;) Veit bara að þú kannt ekki við þig prjónalausa hahahaha

Ella Rós (IP-tala skráð) 7.3.2015 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband